Glöggir lesendur hafa tekið eftir merkingunni Stuttmyndadagar 2008 undir „Á döfinni“ hér hægra megin á síðunni. Við ætlum rétt að vona fyrir ykkar hönd að þið séuð búin að skila inn mynd!
Veitt
verða verðlaun fyrir bestu stuttmyndina að verðmæti 100.000 kr, 75.000
fyrir annað sætið og 50.000 fyrir þriðja sætið. Vinningsmyndin verður
þar að auki kynnt á Short Film Corner á kvikmyndahátíðinni í Cannes og höfundi myndarinnar boðið á hátíðina. Áhorfendaverðlaun verða í boði Vífilfells og Sambíóanna.
Skilafresti lauk 1. maí en
hægt var að skila myndum til Kvikmyndafélags Íslands í Bankastræti 11 en
einnig var hægt að skila myndum inn rafrænt á vefsíðunni
stuttmyndadagar.is
Öllum var heimilt að senda inn myndir en hámarkslengd mynda er 15 mínútur. Nánari upplýsingar um reglur hátíðarinnar er að finna á heimasíðunni.
Stuttmyndadagar
hafa verið haldnir í Reykjavík frá árinu 1992 og eru Reykjavíkurborg,
Kvikmyndamiðstöðin, Vífilfell, Menntamálaráðuneytið og Sjónvarpið
helstu bakhjarlar hátíðarinnar.
Allar nánari upplýsingar fást á stuttmyndadagar.is

