Rétt í þessu voru að detta inn myndir af tökusetti fyrir næstu Transformers myndina. Myndirnar sjálfar eru ekki svo rosalega spennandi en upplýsingarnar sem fylgja með eru djúsí.
Myndirnar sýna undirbúning tökustaðarins fyrir asískt útlit, en þeir atburðir sem gerast á þessum tökustað eiga að gerast í kínverskri borg. Á myndunum má sjá kínversk tákn sem er þó enn ekki búið að þýða.
Á þessum tökustað verða notaðar tvær þyrlur og Transformers bíll sem kom ekki fram í fyrstu myndinni. Myndirnar eru flestar frá austurhluta tökustaðarins því vestari hlutinn er enn í byggingu.





Er einhver hérna góður í kínversku?
Transformers 2 verður frumsýnd í Bandaríkjunum 26.júní 2009 og verður því ein af stórmyndum næsta sumars.

