Suðurheimskautsmorðmynd í september

19.september verður mynd að nafni Whiteout loks frumsýnd í Bandaríkjunum. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Greg Rucka. Þetta ku vera gamaldagsmorðmynd sem inniheldur hina skemmtilegu pælingu WHODUNNIT! (mynd þar sem spurningunni ‘hver framdi morðið’ er velt fyrir sér frá upphafi til enda). Warner Bros framleiðir og dreifir.

Stórnöfn eru á pappírnum, en Dominic Sena leikstýrir og Kate Beckinsale leikur aðalhlutverkið. Söguþráðurinn er þannig að Kate leikur rannsóknarlögreglumann sem verður að fara til suðurheimskautsins til að leysa fyrsta morðmálið þar (allt er nú hægt). Eini gallinn er að hún verður að gera það áður en veturinn skellur á og margra mánaða myrkur skellur yfir.