Indiana Jones & The Kingdom of The Crystall Skull var heimsfrumsýnd seinasta fimmtudag þann 22. maí 2008 og vonuðust framleiðendur myndarinnar eftir gríðalegum gróða sérstaklega þar sem myndin endurvekur eftir 19 ára pásu einhverja frægustu hetju kvikmyndasögunnar, en svo var ekki. Tölurnar fyrir fimmtudaginn hafa verið opinberaðar og það virðist vera að myndin hafi grætt 25 milljón dali á fyrsta degi, sem er býsna gott og er hún í fjórða sæti yfir myndum sem gefnar voru út á fimmtudegi (á eftir Star Wars episode II & III og Matrix Reloaded).
Indy 4 mun ganga mjög vel í kvikmyndahúsum um allan heim en framleiðendurnir voru greinilega aðeins of bjartsýnir um gróðann. Eftir helgina munu koma betri tölur um helgargróðann, sjáum þá betur hvernig myndinni stendur.

