Sena hefur sett upp fullkominn stafrænan búnað í Smárabíó og er bíóið fært um að
sýna myndir í fullum Digital mynd og hljóðgæðum.
Kerfið hefur verið sett upp í Sali 1, 2 og Lúxussal í Smárabíó og til að byrja með verða valdar myndir sýndar í stafrænum gæðum.
Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull er fyrsta myndin sem sýnd verður í Dolby Digital gæðum. Með þessu bætist enn ein skrautfjöður í glæsilegan tækjabúnað Smárabíós. Kerfið samanstendur af BARCO digital projector og DOLBY digital server, með þessum búnaði erum við stoltir að segja frá því að gæði kvikmynda í Smárabíó eru með því
glæsilegasta sem sést hefur.
Með þessum breytingum verður til fyrsti Digital Lúxussalur landsins. Það verður
vart betra en að halla sér aftur í þægilegum stólum og njóta mynd og hljóðgæða í
hæsta gæðaflokki.

