Steven Spielberg missti það útúr sér á kvikmyndahátíðinni í Cannes að hann vilji ólmur gera enn eina Indiana Jones myndina, en aðeins ef aðdáendurnir vilja meira.
„Ég mun gera aðra Indiana Jones mynd ef aðdáendurnir vilja sjá hana. Það að aðdáendur vilji sjá Indy á hvíta tjaldinu er eina forsenda þess að við viljum halda áfram að gera þessar myndir. Ég er að fylgjast með orðinu á götunni núna þegar Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull er í sýningu, en í sannleika sagt held ég að peningar verði ekki vandamálið“ sagði spilaborgin í viðtali.

