Þá er komið fyrsta official teaser-plakatið fyrir nýju Punisher myndina, sem ber undirheitið War Zone.
Þetta er hins vegar ekki framhald 2004 myndarinnar sem að skartaði Thomas Jane í hlutverki andhetjunnar frægu, heldur er þetta svokölluð „re-boot“ mynd, þ.e. ekki ósvipuð því sem Batman Begins gerði eða nýja Hulk myndin.
Ray Stevenson úr Rome þáttunum leikur refsarann að þessu sinni og er myndin væntanleg í bíó í kringum þessi jól.


