Í núna nokkur ár hafa verið fréttir um að Michael Moore sé að gera
framhald að stærstu heimildarmynd allra tíma, en það var hún Fahrenheit
9/11 sem græddi meira en 200 milljón dali kringum allan heim. Moore kom fram á Cannes
hátíðinni sem er nýbyrjuð í ár og þar sagði hann að samningsviðræður væru í gangi við Paramount Vantage og Overture Films til þess að
fjármagna og dreifa myndinni. Framhaldið á víst að fjalla meira um
Bandaríkjastjórnina og aðstöðu þess eftir 11. september 2001 og minna um að
niðurlægja Bush Jr. núverandi Bandaríkjaforseta. Framhaldið hefur ekki
ennþá verið nefnt með nafni en það er búist við að það verði gefið út um
vorið 2009, vel eftir næstu forsetakosningarnar.
Mun framhaldið og einnig nýja Oliver Stone myndin um Bush forseta koma út á svipuðum tíma á næsta ári, núverandi forsetaembætti Bandaríkjanna mun fá nóga gagnrýni frá kvikmyndaheiminum. Kemur í ljós hve vel það mun heppnast…

