Kvikmyndasafnið sýnir Glataði sonurinn

Kvikmyndasafn Íslands sýnir The Prodigal Son eða Glataði sonurinn sem kom út árið 1923. Sýningin er í Bæjarbíó Hafnarfirði á laugardaginn næsta klukkan 16:00 og kostar einungis 500 krónur inn. Myndin var að miklu leiti tekin upp á Íslandi árið 1922 en það var breska kvikmyndafélagið Stoll Picture Production sem framleiddi hana. Þannig má ef til vill segja að þetta sé ein af fyrstu íslensku kvikmyndunum. Hægt er að lesa meira um myndina og sýninguna á heimasíðu Kvikmyndasafnsins.