The Spirit flýtt…

Lionsgate hefur ákveðið að flýta fyrir frumsýningu nýjustu myndar Franks Miller, The Spirit, sem byggð er á vinsælli myndasögu eftir Will Eisner.

Upphaflega átti myndin að vera frumsýnd vestanhafs þann 16. janúar, en nú verður myndin sýnd 25. desember (eflaust viðeigandi jólamynd).
Ástæðan fyrir breyttu dagsetningunni er sú að sýnishorn myndarinnar fékk brjálæðislega góðar viðtökur áhorfenda á New York Comic-Con, sem nýlega var haldið. Óvíst er enn hvenær myndin kemur til Íslands, en hægt er að skoða þetta skrautlega sýnishorn á undirsíðu myndarinnar The Spirit, hér á kvikmyndir.is.

Með helstu hlutverk myndarinnar fara Gabriel Mact, Scarlett Johansson, Samuel L. Jackson, Jaime King, Eva Mendes og Paz Vega (sá einhver Sex and Lucia?).