*Ath. Í þessari frétt eru talsverðir spoilerar. Ef þið hafið áhuga á því að sjá The Dark Knight án nokkurrar vitneskju um allt sem kemur ekki fram í sýnishornum, þá myndi ég ekki ráðleggja ykkur að lesa lengra… Annars, ef ykkur finnst smá auka staðreyndir um myndina auka spenninginn – eins og undirrituðum finnst – endilega þá tékkið á þessu…*
Fólk hefur eflaust tekið eftir að auglýsingarherferðirnar á bakvið The Dark Knight hafa fókusað mestmegnis á Heath Ledger, enda er það skiljanlegt. Aðstandendur myndarinnar lofa algjörum senuþjóf og sagði m.a. Gary Oldman í viðtali fyrir stuttu að Legder væri þúsund sinnum betri en Jack Nicholson, að hans mati.
Hins vegar hefur lítið verið fjallað um einn lykilkarakter myndarinnar, Harvey Dent, sem er eiginlega það sem að leikstjórinn Chris Nolan hefur gert viljandi.
Í fyrstu kom fram að Dent ætti mikilvægt hlutverk í myndinni en með tímanum hefur það komið í ljós að hann er e.t.v. einn merkilegasti hlekkur myndarinnar, og mun skúrkurinn Two-Face spila stærri þátt en búist var við.
Aaron Eckhart fer með hlutverk Dents og hefur hann útskýrt einnig af hverju svona lítið hefur verið sýnt af Two-Face í sýnishornum.
Eckheart segir fyrst og fremst að förðunin á illmenninu sjálfu sér svo gríðarlega ógnvekjandi og brútal, að það væri eflaust ekki leyft í almennum trailer.
Hann segir að útlitið á Two-Face verði mun raunverulegra heldur en í Batman Forever (þar sem að Tommy Lee Jones lék afar teiknimyndalega útgáfu af þeim karakter), og menn geta einungis farið að ímynda sér hvernig það myndi líta út í raunheiminum þegar að menn fá sýru sletta yfir hálft andlitið.
Aint it Cool news birtu mynd af illmenninu sem tekin er af ComicBookResources. Talið er líklegt að myndin sé ekta, en það er ekki alveg 100%.
Annars mæli ég með að þið kíkið á myndina og dæmið sjálf. Mér finnst hún líta stórkostlega út og vona innilega að hún passi við útlitið í kvikmyndinni sjálfri.
Hér er linkurinn… En Ath…!!
.:GRÍÐARLEGUR SPOILER:.
http://www.aintitcool.com/node/36628

