Fyrir rúmri viku síðan kom grein í Morgunblaðinu um Laugarásvideó. Ég rendi í gegnum hana og gat tengd við marg af því sem Helgi höfundur greinarinnar var að segja. Reynar hef ég lengi vitað af leigunni, og við hjá Kvikmyndir.is höfum lengi verið í góðu samstarfi við þá. En ég, líkt og Helgi, ef oft haft á tilfinningunni að leigur á myndum eigi eftir að færast yfir á internetið, en að labba inn í Laugarásvideó þá snýst manni alltaf hugur. Það jafnast hreinlega ekkert á við að koma inn á leigu með góðu úrvali og góðu andrúmslofti.
Ég verð nú samt að leiðrétta Helga, því maðurinn á myndinni heitir ekki Leó heldur Gunnar Jósefsson. Hann er alltaf við og er algjör alfræðiorðabók um kvikmyndir.

Smellið á greinina til að sjá stærri mynd.
Ég hlakka nú bara til að sjá Amazon og fleiri koma með aukið úrval á svona internetleigum. Ég á ábyggilega eftir að nota það mikið þegar það kemur loks til íslands. Og það er ekkert að ástæðu lausu að leigum í Reykjavík fer ört fækkandi. Og þær sem eru eftir hafa skorið niður þjónustuna hart með eitthverjum vélum sem eiga að geta leigt manni diska. Þær leigur ættu auðvitað að skamma sín og vonandi halda sem flestir sér frá svona hlutum.
Finna kort af Laugarásvideo á:
www.map24.is
www.ja.is


