Del Toro vill Hellboy 3!

Á meðan Universal undirbýr útgáfu Hellboy II: The Golden Army þá hefur leikstjórinn snjalli lýst því yfir að hann hafi mikinn áhuga á því að gera þriðju myndina. Hann hefur þó sett ákveðin skilyrði. Hann vill aðeins gera þriðju myndina ef Hellboy 2 gengur vel, og alls ekki fara lengra með þetta heldur en 3 myndir.

„Ef það verður þriðja myndin í röðinni þá mun ég klárlega skrifa undir samning til þess að tryggja að þær verði ekki fleiri.“ sagði Guillermo del Toro sem er greinilega ekki hrifinn af lönguvitleysu.

Hvað varðar söguþráðinn í þriðju myndinni þá vill del Toro gera myndina líkari myndasögunum, m.a. koma aftur með nasistana, en hafa þá í nútímanum. Hann vill hafa nasistana ríka í þjóðfélaginu og hafa mikil völd.