Ég fékk þættina Planet Earth í jólagjöf frá elskulegum bróður mínum og var yfir mig hrifinn. Ekki grunaði mig að þættirnir yrðu sendir fram og til baka á milli dreifingaraðila sem gefa sama efnið út í mismunandi pakkningu. Núna virðist Disney vera búnir að kaupa dreifingarréttinn af BBC og ætla að setja herlegheitin í bíó og kalla það einfaldlega Earth. Trailerinn var að lenda á Kvikmyndir.is, væri það svosem ekki frásögu færandi, nema að Sigur Rós prítir hann með lagi sínu. Er ég sá eini sem fæ alltaf gæsahúð þegar ég heyri í Sigur Rós? Við óskum þeim félögum auðvitað til hamingju með árangurinn og vonum að við fáum að heyra meira frá þeim sem fyrst.

