Sambíóin hækka ekki almennt miðaverð á netinu

Eftirfarandi er fréttatilkynning frá Sambíóunum

Í kjölfar frétta vegna hækkunar
miðaverðs vilja Sambíóin árétta um ástæður hækkunarinnar og þann raunveruleika
sem bíóin búa við.

Sambíóin hafa tekið þá ákvörðun
að hækka ekki almennt miðaverð og geta neytendur áfram keypt miðann á 900
krónur á miði.is
. Við viljum með þessu auka hagræðingu í kvikmyndahúsum okkar
og gefa neytendum kost á að kaupa miðann á sama verði og verið hefur
undanfarið. Aftur á móti munum við leggja hundrað krónur á miða séu þeir keyptir
í miðasölu kvikmyndahúsanna.

Frá árinu 2004 hafa launataxtar
starfsfólks kvikmyndahúsanna hækkað um 66% og þar af um 19% frá áramótum. Fullt
miðaverð hefur á sama tíma hækkað um 12,5%. Þær hækkanir sem þó hafa komið til
hafa verið takmarkaðar með að auka hagræðingu í hverju og einu kvikmyndahúsi. Á
sama tíma hefur þjónusta við viðskiptavini verið aukin með betri þjálfun
starfsmanna, fjölbreyttara vöruúrvali og tæknilegum uppfærslum á
heimsmælikvarða.

Þrátt fyrir þessa hagræðingu hafa
aðstæður breyst það mikið að við teljum það nauðsynlegt að breyta
neysluminnstri viðskiptavina til að ná fram enn meiri hagræðingu og um leið
bæta þjónustuna. Við ætlum þannig ekki að hækka miðaverð á netinu (hjá miða.is)
og teljum við að með því náum við að stytta biðtíma jafnt í miða- sem og
sælgætissölu. Viðskiptavinurinn hefur þannig val um að versla miðann á gamla
verðinu eða að kaupa miðann í bíóinu sjálfu

Sambíóin vilja benda á að fullt
miðaverð var ekki hækkað í 5 ár samfleytt frá 2002 til 2006 og raun var það svo
að meðalverð miða hækkaði úr 718 krónum 2002 í 747 krónur í fyrra eða um 4%. Á
sama tíma hækkaði neysluverðsvísitala um 27,22% (það er að segja frá
2002-2007).

Sambíóin hafa boðið
viðskiptavinum afslætti með ýmsum leiðum þar á meðal klippikort, 2 fyrir 1 á
fimmtudögum í Kringunni og Sparbíó. Í síðast nefnda liðnum hefur viðskiptavinum
boðist að koma með á ákveðnum tímum og fá miðann á lægra verði. Þetta tilboð
nýtist öllum áhugamönnum um kvikmyndir og hefur mælst sérstaklega fyrir hjá
barnafjölskyldum. Sambíóin hafa auk þess verið eitt um það að hafa sér
verðflokk fyrir yngri börn. (0 – 7 ára) gg voru árið 2006 fyrst
kvikmyndahúsa til að taka upp sér verðflokk fyrir eldri börn (8-12 ára).

Þess misskilnings hefur gætt að
hækkunin sé tilkomin vegna hækkunar gengis erlendra mynta og viljum við
leiðrétta þann misskilning. Á árum áður voru viðskipti bíóanna mikið tengd
gegni bandaríkja dals en með tímanum hefur dregið úr því. Því er þó ekki farið
að gjaldeyrisáhættan sé úr sögunni en hún hefur minnkað til muna.

Stærsti kostnaðarliðir
kvikmyndahúsanna er hlutur erlendra kvikmyndavera annars vegar og
launakostnaður hins vegar. Af þeim sökum geta hækkanir á síðarnefnda liðnum
haft mikil áhrif á rekstur kvikmyndahúsanna.

Sambíóin skora á neytendur
nýta sér þau tilboð sem fyrir hendi eru og vonumst við  til að sjá sem
flesta í kvikmyndahúsum okkar um allt land.

Virðingarfyllst,
Sambíóin
Alfreð Ásberg Árnason