La Bamba leikarinn Lou Diamond Phillips hefur verið ráðinn í hlutverk fjöldamorðingjans Richard Ramirez, sem þekktur var sem „The Night Stalker“ eða eða Nætur hrellirinn, í lauslegri þýðingu. Tökur eiga samkvæmt Variety að hefjast í sumar.
Ramirez framdi illvirki sín árið 1985.
Rakin verður saga morðingjans og hún fléttuð inn í skáldaða sögu, þar sem útgangspunkturinn er viðtal sem tekið var við Ramirez í fangelsi þegar hann er tekinn að reskjast, þar sem lögfræðingur er að reyna að draga fram játningu hjá honumtil að bjarga öðrum manni af dauðadeild.
Ramiez var sanntrúaður djöfladýrkandi og var sakfelldur fyrir 13 morð, og sýndi aldrei iðrun. Hann lést á dauðadeild árið 2013 úr krabbameini.
Megan Griffiths leikstýrir eftir eigin handriti.
Griffiths hefur áður gert myndina Lucky Them með Toni Collette og Johnny Depp sem frumsýnd var á Toronto kvikmyndahátíðinni árið 2012 og Eden með Beau Bridges sem var frumsýnd árið 2012.
Phillips er sem stendur að leika aðalhlutverkið í Netflix seríunni Longmire og er væntanlegur í myndinni The 33 þar sem hann leikur á móti Antonio Banderas, James Brolin og Juliette Binoche.