Þessi gullkorn birtust fyrst í maíhefti Mynda mánaðarins:
Helvíti? Það er að vera í vinnu sem maður hatar og lifa lífi sem maður hefur engan áhuga á. Það er helvíti.
– Ron Perlman, spurður að því hvernig hann sjái helvíti fyrir sér.
New York er langbesti staðurinn fyrir kvikmyndahátíðir vegna þess að New York-búar elska kvikmyndir.
– Clark Gregg.
Ég trúi því að maður verði að gefa meira en maður fær. Og þá er ég ekki að tala um peninga.
– Nicole Kidman.
Það er miklu áhugaverðara að leika skrítið fólk en venjulegt fólk. Venjulegt fólk er ekki nógu skrítið til að það sé áhugavert að leika það.
– Colin Firth, um áhugaverð hlutverk.
Ég hef þá hugmyndafræði að ekkert geti verið alveg fullkomið og að það sé einhver galli á öllu því ef svo væri ekki þá væri ekki hægt að bæta það. Það finnst mér eiginlega ekki standast.
– Jack O’Connell, um fullkomnun.
Skemmtilegast af öllu finnst mér að leika geðveikt fólk sem sleppir sér. Það er svo frelsandi.
– Alison Brie.
Nú, ég fór á leiklistarnámskeið og svo lék ég í auglýsingum og svo núna, 100 árum síðar, er ég hér og á hund og sundlaug og starfa sem leikkona.
– Krysten Ritter, spurð um ferilinn.
Braveheart er mín uppáhaldsmynd. Ég sá hana held ég 35 sinnum í bíó.
– Jeremy Renner.
Maður getur ekki leikið fyrir aðra. Maður leikur bara og reynir að gera sitt besta og svo er þetta ekki lengur í manns höndum.
Ég veit ekkert um bíla annað en það hvernig ég vil hafa minn á litinn.
– Miranda Cosgrove.
Ég vona að ég muni lifa þann dag að maður getur sagt við sér yngra fólk að einu sinni hafi verið til sjúkdómur sem hét krabbamein.
– Abigail Breslin.
Það breytti lífi mínu. Þegar við hættum saman þá breyttist eitthvað innra með mér. Hjartað í mér brast og varð aldrei og verður aldrei það sama aftur.
– Gwyneth Paltrow, að segja frá því þegar hún og Brad Pitt hættu saman.
Ég þoli ekki þegar útvarpsfólk byrjar að tala áður en lögin eru búin.
– Jessica Brown Findlay.
Ég veit ekki enn þann dag í dag um hvað sú mynd var. Ég sver það, ég hef ekki hugmynd um það. Ég er ekki að grínast með þetta.
– Pierce Brosnan, um Die Another Day.
Ég myndi frekar vilja vera í rótfyllingu í heilt ár en að fá mér Facebook-síðu.
– Emma Thompson.
Ég vissi aldrei hvers vegna ég varð veikur en mig grunar að stress og álag hafi haft þar sitt að segja. Baráttan við meinið kenndi mér því um leið að vinna gegn stressi og ég fór að velja betur hvað ég gerði og hvert ég fór.
– Timothy Spall, sem greindist með hvítblæði árið 1996 en tókst að sigrast á því eftir talsverða baráttu.
Þar sem ég ólst upp skiptu járnbrautarteinarnir bænum í tvennt. Öðrum megin bjuggu svartir og hinum megin bjuggu hvítir. Ef einhver hvítur kom yfir í svarta hverfið þá var það annað hvort til að handtaka einhvern eða innheimta leigu sem komin var yfir gjalddaga. Ef einhver svartur fór yfir þá var það til að borga skuld. Þegar ég kom svo til Los Angels og uppgötvaði að þar voru engir svona teinar þá upplifði ég það sem frelsi. Skrítið, en þannig var það.
– Jamie Foxx.
Já, fólk kemur oft til mín, heldur að ég sé Kristen Stewart og biður mig um eiginhandaráritun. Sjálfri finnst mér við ekkert líkar og reyndi alltaf fyrst að leiðrétta aðdáendur. En svo gafst ég upp á því og nú skrifa ég bara undir .
– Teresa Palmer.
Ég held það sé eitthvað að mér. Ég verð alltaf að vera að gera eitthvað.
– Nat Wolff.