Raunveruleg rödd Svarthöfða (myndband)

Ég rakst á mjög athyglisvert myndband þar sem kemur fram raunveruleg rödd leikarans sem lék Darth Vader (Svarthöfða) í Star Wars myndunum. Ég verð að segja að þetta eyddi svolítið spennunni fyrir mér því leikarinn talar í raun frekar…hvað á maður að segja…asnalega.

George Lucas var víst í bullandi vandræðum með að finna rödd sem fittaði karakternum, en hann hafði áætlað í upphafi að döbba yfir rödd hins raunverulega Svarthöfða.

Ég er enginn dúndrandi Star Wars aðdáandi og geri mér því grein fyrir því að forfallnir aðdáaendur hafa örugglega séð þetta myndband áður, en það er hægt að sjá það á forsíðunni hér á Kvikmyndir.is, hjá Videospilaranum undir Aukaefni. Einnig er hægt að sjá það á undirsíðu Star Wars: A New Hope hér á Kvikmyndir.is

Fyrir þá sem nenna ekki að leita að því þá má einnig sjá myndbandið hér.