High School Musical 4 í bígerð

Fregnir hafa borist af því að vegna velgengni High School Musical myndarinnar sé nú sú fjórða í bígerð. Disney eru greinilega rosalega bjartsýnir vegna þess að High School Musical 3 er ekki enn komin í bíó vestanhafs. Myndirnar komu beint á myndbandsspólu hér á Íslandi, en hafa þó notið vinsælda.

Að sögn handritshöfunda á vegum Disney eru handritsskrif í gangi en leikarar hafa enn ekki verið ráðnir. Þau reikna með að fá eitthvað af þeim leikurum sem hafa verið í fyrstu þremur myndunum, en ekki alla þó.

Ekki hefur verið ákveðið hvort þetta verði sjónvarpssmynd eða hvort hún rati í kvikmyndahús.