Það bíða eflaust margir spenntir eftir nýjustu mynd Bryans Singer (þ.á.m ég), Valkyrie, en öll merki benda nú til þess að biðin eigi eftir að lengjast.
Upphaflega átti myndin að vera gefin út í júní á þessu ári en undir einhverjum ástæðum frestaðist það þangað til í október.
Nú er MGM búið að staðfesta enn eina seinkunina en að þessu sinni fáum við ekki að bera myndina augum fyrr en í febrúar á næsta ári.
Ástæðurnar eru voðalega óljósar, en annaðhvort vilja stúdíóin geyma einhverjar myndir fyrir næsta ár eftir slæm áhrif verkfallsins eða það að myndin þurfi bara einhvern tíma til fínpússunar.
Allavega, sama hver ástæðan er, þá þurfum við að bíða þar til á valentínusardaginn 2009 til að fá að njóta þess að horfa á Tom Cruise í nasistabúningnum.
En myndin fjallar um hóp nasista sem að áætla sér að myrða Hitler meðan að seinni heimsstyrjöldinni stendur.

