Ég þekki engan sem hefur fengið eitthvað almennilegt skemmtanagildi út úr myndunum hans Uwe Boll, enda maðurinn búinn að stimpla sig sem nokkurs konar nútíma Ed Wood.
Boll hefur allavega gert tölvuleikjaunnendur sem og kvikmyndaáhugamenn pirraða oftar en einu sinni í gegnum tíðina, skulum bara orða það þannig.
Allavega, í nýlegu viðtali við FEARnet var orðað við Boll að á netinu væri í gangi undirskriftalisti sem að gengi út á það að Boll ætti hreinlega að hætta að leikstýra myndum.
Þegar eru komin 18,000 nöfn sem að vilja sjá manninn finna sér eitthvað annað að gera.
Boll sagði hins vegar á móti þessu að þessi tala væri ekki nógu há til þess að sannfæra hann, og bætti hann við að ef að listinn færi að nálgast milljón, að þá myndi hann gefa eftir.
Fyrir fólk sem vill leggja sitt af mörkunum til að sjá Boll hætta að fjöldaframleiða rusl, þá er undirskriftalistinn hér:
http://www.petitiononline.com/RRH53888/
Þá er bara eftir að vona…

