Árið 2001 tapaði Kyrrahafsþjóðin smáa Bandarísku- Samóaeyjar fótboltaleik með 31 marki gegn engu á móti Ástralíu. Áratug eftir þetta niðurlægjandi kvöld situr þjóðin enn sem fastast á botni styrkleikalista FIFA. Næsta áskorun er undankeppni HM í Brasilíu 2014 … og nú hefur liðið ráðið sér þjálfara í heimsklassa.
Í heimildarmyndinni, Next Goal Wins, sem sýnd verður á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, fylgjumst við með liðsmönnum versta landsliðs í heimi þar sem liðsmenn eru með fótboltagetu á við unglingaflokk í Færeyjum. Miklar breytingar verða þó á liðinu þegar nýr þjálfari, Thomas Rongen, tekur við.
Heimildarmyndinni er leikstýrt af Mike Brett og Steve Jamison. Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni.