Allt í góðu gamni

Eins og allir vita þá var fyrsti apríl í gær og hlupu eflaust margir eitthvað gabb. Við hér á Kvikmyndir.is færðum ykkur hvorki meira né minna en þrjár aprílgabbs fréttir.

* Notebook 2 væntanleg 2010
* Þráinn Halldórsson rekinn
* Indiana Jones 5 tekin upp á Íslandi

Aðrir fjölmiðlar lögðu sitt af mörkum til að gera þennann dag sem skemmtilegastann. Þar á meðal ætlaði mbl.is að veita ókeypis aðgang að myndum á netinu. Joblo.com greindi frá því að Jake Gyllenhall verði næsti Spiderman. Og framleiðendur Heiðinnar ætluðu að kæra sbs.is fyrir að hvetja til ofbeldis.

Allt var þetta í góðu gamni gert og höfðum við haft gaman af að sjá viðbrögð frá lesendum okkar. Við þökkum allar athugasemdir sem við höfum fengið.