Þráinn Halldórsson rekinn!

Já, þið lásuð rétt. Það er leitt að segja það, en virkasti fréttamaður Kvikmyndir.is hefur verið rekinn sem stjórnandi.


Ástæðan kom uppá á síðasta fundi sem að kvikmyndir.is-menn héldu núna fyrir stuttu. Lagðar voru fram tillögur um stefnu síðunnar og nýja fídusa, sem Þráinn því miður varð ósammála um.
Í kjölfarið voru hnefar á lofti og endaði þetta með því vægum slagsmálum.

Að sögn Þráins erum við eftirlifandi stjórnendur „barnalegir einstaklingar sem að vita ekkert um kvikmyndir.“
Hann bætti því einnig við að hann ætlaði fremur að ganga til liðs með Topp5.

Persónulega hef ég ekkert á móti Þráni, en um leið og hann notaði það gegn mér að ég hafði rangt fyrir mér að kalla Brúðgumann glataða mynd, þá fylltist mælirinn!

Á næstu dögum verðum við með litla tribute-síðu tileinkaða þessum einstaka fréttamanni, en við vonum að hann finni sig betur á samkeppnissíðunni.