Danny Trejo hefur uppfært stöðu myndarinnar Machete, en hún fékk „leynitrailer“ í myndinni Planet Terror (trailerinn má sjá hjá okkur með því að klikka á nafnið Planet Terror).
Robert Rodriguez er enn að vinna í því að koma Machete af stað og hann mun leikstýra OG framleiða myndina, strax og hann er búinn með annað verkefni sem hann er að ljúka á þessari stundu.
Danny Trejo sagði nýlega í viðtali að Dimension Films ætla að gera myndina að þríleik!
Myndin fjallar um mexíkanskan glæpamann sem er svikinn af glæpasamtökunum sem hann tilheyrir. Hann fer þá í gang í algera morðferð gegn fyrrum yfirmanni sínum. They just fucked with the wrong Mexican! Trailerinn má sjá hér!

