Lindsay Lohan leikur Mansonstúlku

Eilífðarskinkan Lindsay Lohan hefur skrifað undir samning þess hljóðandi að hún mun leika eina af fylgjendum Charles Manson í myndinni Manson Girls. Í myndinni mun hún leika Nancy Pitman, unga stúlku frá ríkri fjölskyldu sem bjó í Malibu en stúlkan lenti í klóm vitleysingsins fræga, Charles Manson.

Lohan fékk fyrir stuttu síðan hin árlegu Razzies verðlaun fyrir hreint út sagt ömurlega frammistöðu á síðasta ári í myndinni I Know Who Killed Me.

Manson Girls kemur út árið 2011.