Indy 4:Nýtt TV spot og aukaefni!

Í dag var birt nýtt TV Spot (sjónvarpsauglýsing) fyrir næstu Indiana Jones myndina, en hún ber nafnið Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull og verður frumsýnd 23.maí 2008 á Íslandi (vonandi, ef allt gengur upp!).

Í tilefni af þessu þá settum við inn meira af aukefni sem Indy nördar geta notið þess að horfa á. Hér kemur stutt lýsing á því sem við settum inn í dag.

Indy 4: TV Spot # 1
Þessi sjónvarpsauglýsing sýnir okkur eiginlega ekkert nýtt, en er samt sem áður gaman að sjá. Mitt uppáhald er „This film is not yet rated!“ í endann.

Indy 4: Á bakvið tjöldin
Við skyggnumst hér aðeins á bakvið tökuvélarnar og sjáum hvernig hlutirnir ganga fyrir sig.

Indy 4: Heima hjá Indiana Jones
Í nýjustu myndinni fara tökur fram á heimili Indiana Jones og því þurfti að búa til sett sem að líktist karakter aðalpersónurnar. Hér sjáum við pælingarnar á bakvið það.

Indy 4: Samansafn af fréttaklippum
Mikið fjölmiðlafár hefur verið í kringum nýju myndina og hér er samansafn af fréttaklippum útum allan heim, þar sem talað er um nýju myndina.

Indy 4: Nýtt Shia Labeouf viðtal
Shia talar um hvernig það er að vinna með goðinu sínu, og hversu stressaður hann er í öllum tökunum!

Indy 4: Hatturinn og svipan
Spielberg talar um hvernig karakter Indy hefur þróast í gegnum tíðina og Harrison Ford talar um hvernig hann tekur upp myndirnar án þess að hatturinn detti af honum. „The hat…does not…come off!“

Indy 4: That’s a wrap!
Þetta er mjög skemmtilegt samansafn af lokatökunum úr öllum Indiana Jones myndunum(takið eftir hvað Spielberg hefur breyst!)

Við vonum að þetta falli vel í mjúkinn hjá ykkur, enda er þetta ansi skemmtilegt aukaefni þó svo að ég segi sjálfur frá! Allt þetta efni er aðgengilegt á forsíðunni hjá videospilaranum, eða á undirsíðu myndarinnar hér á Kvikmyndir.is