Tobey Maguire í Afterburn

Spider-Man hetjan Tobey Maguire hefur slegist í lið með framleiðendum Fast and the Furious myndanna og stefnir á að koma nýrri teiknimyndasögu á skjáinn. Myndin mun bera nafnið Afterburn.

Afterburn gerist á jörðunni eftir stórslys og fjallar um fjársjóðsleitarmenn sem leita að ómetanlegum hlutum eins og Monu Lisu málverkinu, og þurfa að mæta öðrum fjársjóðsleitarmönnum á leiðinni. Maguire mun einnig framleiða myndina ásamt öðrum.