Hugh Jackman býr til myndasögu

Ástralski leikarinn Hugh Jackman mun skrifa nýja seríu af myndasögu ásamt Marc Guggenheim sem skrifaði Amazing Spider-Man. Það er ljóst að comics þemað hefur náð til hans, en hann ku vera gríðarlega spenntur fyrir verkinu. Umræður eru um að ef myndasögurnar verða vinsælar þá verði tölvuleikur og kvikmynd í fullri lengd næst á dagskrá.

„Ég er búinn að hafa svo ótrúlega gaman af X-Men sögunum að ég vildi kafa enn dýpra í þetta. Mig langar til að skapa sinn eigin hetjulegan og aðdáunarverðan karakter.“ sagði Jackman í viðtali fyrir stuttu.

Óljóst er hvenær myndasögurnar koma út en hann hefur gefið í skyn að aðalpersónan sem hann hefur í huga mun verða lík persónu Will Smith í I Am Legend.