Stuttmyndadagar 2008

Stuttmyndadagar 2008 verða haldnir í Kringlubíói þann 29. maí.
Veitt verða verðlaun fyrir bestu stuttmyndina að verðmæti 100.000 kr, 75.000 fyrir annað sætið og 50.000 fyrir þriðja sætið.  Vinningsmyndin verður þar að auki kynnt á Short Film Corner á kvikmyndahátíðinni í Cannes og höfundi myndarinnar boðið á hátíðina.

Áhorfendaverðlaun verða í boði Vífilfells og Sambíóanna.

Skilafrestur er til 1. maí en hægt er að skila myndum til Kvikmyndafélags Íslands í Bankastræti 11 en einnig er hægt að skila myndum inn rafrænt á vefsíðunni stuttmyndadagar.is

Öllum er heimilt að senda inn myndir en hámarkslengd mynda er 15 mínútur.  Nánari upplýsingar um reglur hátíðarinnar er að finna á heimasíðunni.

Stuttmyndadagar hafa verið haldnir í Reykjavík frá árinu 1992 og eru  Reykjavíkurborg, Kvikmyndamiðstöðin, Vífilfell, Menntamálaráðuneytið og Sjónvarpið helstu bakhjarlar hátíðarinnar.

Allar nánari upplýsingar fást á stuttmyndadagar.is