Þeir kumpánar Ewan McGregor og Hugh Jackman eru að leika saman í nýrri mynd frá 20th Century Fox. Myndin heitir Deception og leikur McGregor endurskoðanda og Jackman lögfræðing.
Myndin fjallar um leynilegan kynlífsklúbb sem heitir The List þar sem þeim félögum tekst að verða grunaðir fyrir mannshvarf ungrar konu. Aðrir leikarar í myndinni eru Michelle Williams, Maggie Q, Natasha Henstridge og Rachael Taylor.
Myndin verður frumsýnd 25.apríl í Bandaríkjunum. Heimasíða myndarinnar er hér.

