Hætt við 3.þáttaröðina af Jericho

Þar sem það er gríðarlega lítið að gerast í kvikmyndaheiminum um páskana þáer um að gera að segja frá því að Jericho, þátturinn á Skjá Einum sem fólk annaðhvort elskar, hatar eða hefur ekki hugmynd um hvað er, verður ekki í gangi á næsta ári.

Þetta er í 2.sinn sem að hætt er við þáttinn vegna lítilla vinsælda. Það má því segja að þeir hafi fengið eitt tækifæri nú í 2.þáttaröð en klúðrað því, og því fer sem fer.

„Það eru án vafa fullt af áhorfendum fyrir þáttinn, en bara ekki nógu margir. Við erum þrátt fyrir það stolt af leikurum og öðrum sem koma að gerð þáttanna.“ sagði Nina Tassler forseti CBS.

Lokaþátturinn af Jericho verður því sýndur 25.mars vestanhafs, eða eftir 3 daga.