Leikaravalið ákveðið fyrir Street Fighter

Nánast allir leikarar hafa verið ráðnir í hlutverk sín fyrir myndina Street Fighter: The Legend of Chun-Li, sem er gerð eftir samnefndum tölvuleik (sem var í miklu uppáhaldi hjá undirrituðum í æsku!).

Kristen Kreuk (úr Smallville) mun leika Chun-Li sem myndin fjallar um. Michael Clarke Duncan mun leika Balrog, Neil McDonough mun leika M. Bison, Chris Klein leikur Charlie Nash og Rick Yune leikur hinn leyndardómsfulla Gen. Taboo úr Black Eyed Peas mun einnig leika í myndinni.

Myndin um Street Fighter er bara ein af mörgum leiðum Capcom til að fagna 20 ára afmæli tölvuleiksins fræga, en sumarið 2008 kemur m.a. út Street Fighter IV.

Myndin kemur út árið 2009.