Jerry Seinfeld og Jason Alexander brugðu sér í hlutverk sín á ný úr þáttunum sívinsælu, Seinfeld, í auglýsingu fyrir þætti sem kallast Comedians in Cars Getting Coffee, þar sem sá fyrrnefndi fer á rúntinn með frægum gamanleikurum og uppistöndurum og á endanum er svo nælt sér í kaffi og rætt saman um lífið og tilveruna.
Stutt myndbrot var sýnt í hálfleik í úrslitum ameríska fótboltans í gærkvöldi, en lengra myndband hefur nú verið opinberað og má sjá það hér að neðan.
Í myndbandinu eru Seinfeld og George Costanza á rúntinum að rífast um litlu hlutina í lífinu eins og þeim einum er lagið, þeir stoppa síðan við á kaffihúsi en þar snýst umræðan um teiti sem er haldið útaf úrslitaleiknum í ameríska fótboltanum. Á endanum bregður síðan fyrir persónu sem aðdáendur Seinfeld þáttanna ættu eflaust að kannast við.


