Síðastliðinn þriðjudag fór af stað spurningarleikur kvikmyndir.is og Sambíóanna, þar sem við birtum 10 misléttar spurningar.
Þátttakan í leiknum fór vægast sagt langt fram úr væntingum okkar og svörin hreinlega flæða út úr pósthólfinu hjá okkur.
40 heppnir þátttekendur verða dregnir úr pottinum næsta þriðjudag og hvetjum við þá sem ekki hafa þegar tekið þátt að gera það sem fyrst.
Hér eru spurningarnar aftur:
1. Titanic er trúlega ein af frægari myndum kvikmyndasögunnar. Reyndar eru hörðustu kvikmyndaáhugamenn enn að deila um gæði hennar, en engu að síður var þetta mynd sem að heillaði Óskars-akademíuna alveg í klessu.
Spurningin er: Hvað fékk myndin mörg óskarsverðlun og hvað hét skipið í myndinni?
2. Coen-bræðurnir gerðu aðdáendur sýna glaða þegar að þeir tóku Óskarsstytturnar heim núna síðast. Þeir hafa hins vegar átt góðan aðdáendahóp frá upphafi sínu. Hvað hét fyrsta myndin þeirra?
3. Mjög umdeild íslensk kvikmynd kom út árið 1992 og hét hún hinu sérkennilega nafni Veggfóður: Erótísk Ástarsaga.
Hver leikstýrði þeirri ræmu?
4. Í Bíótalinu okkar (7.-9. mars) er talað um myndina The Last Boy Scout, sem skrifuð er af hinum sérvitra Shane Black. Hann skrifaði alls kyns „buddy-myndir“ eins og The Long Kiss Goodnight og Lethal Weapon. Hann leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd árið 2005, hvað hét sú mynd?
5. Gamanleikari nokkur er þekktur fyrir mikinn hamagang, en hann á sömuleiðis fjölbreytt úrval af hlutverkum. Pabbi hans er frægur grínisti og lék m.a. stórt hlutverk í gömlu Hairspray-myndinni.
En leikarinn sem ég spyr um hefur m.a. leikið næturvörð, hjúkrunarfræðing, módel og skapstóra ofurhetju.
Hver er þetta?
6. Harrison Ford og Alec Baldwin hafa báðir leikið persónuna Jack Ryan. Árið 2002 kom út glæný mynd sem að fjallaði um sömu persónu, nema bara á yngri árum. Hvað heitir myndin og hver lék Jack Ryan?
7. Pan’s Labyrinth er talin ein besta mynd ársins 2006. Hún heitir hins vegar eitthvað annað á móðurmáli sínu. Hver er sá titill?
8. Frá hvaða ári er kvikmyndin 2001?
9. Hinn fjölbreytti leikstjóri Ridley Scott á sér bróður, sem er líka leikstjóri. Hvað heitir sá bróðir?
10. Tom Hanks og Meg Ryan þóttu mynda afskaplega krúttlegt par hér á fyrri árum. Þau léku hins vegar saman í heil 3 skipti. Hvað heita þessar þrjár myndir?

