Bónusvídeó tölvuvæðist…

Morgunblaðið greindi frá því seinasta föstudag að bónusvídeó sé að tölvuvæðast, í stað þess að hafa rekka með spólum og DVD verða tölvuskjáir í stað þess.  Þar getur hinn almenni viðskiptavinur skoðað alla titla bónusvídeó á skjá og bráðum á netinu einnig.  Þessi umskipti munu taka sinn tíma en þetta er mjög eðlileg þróun þar sem rekkarnir fyrir spólur og DVD taka alveg rosalega mikið pláss, tölvuvæðing er óumflýjanleg.

Það er nú kominn tími til þess þar sem árið er 2008, í myndinni Bicenntenial Man þá voru komin húshaldarvélmenni og sú mynd byrjar árið 2005!