Gugino og The Rock saman í mynd

Hin eiturheita Carla Gugino mun leika í nýrri mynd fyrir Disney og Dwayne „The Rock“ Johnson mun slást í lið með henni. Myndin ber nafnið Race to Witch Mountain og er endurgerð frá myndinni Escape to Witch Mountain frá árinu 1975.

Gugino mun leika vísindamann og UFO sérfræðing sem hittir leigubílstjóra í Las Vegas (The Rock). Hann biður hana um að hjálpa honum með tvö systkin sem eru skyggn og í höndum vondra manna, en þau eru eina leiðin til að bjarga mannkyninu frá glötun.

Myndin verður frumsýnd vestanhafs 13.mars 2009.