Spennumyndin Dead Man Down með Colin Farrell og Noomi Rapace er vinsælasta vídeómyndin á Íslandi í dag samkvæmt nýjasta vinsældalista Myndmarks. Myndin kemur ný beint í fyrsta sætið.
Myndin fjallar um Victor sem er morðingi sem starfar fyrir alræmdan glæpaforingja, Alphonse Hoyt, en á um leið harma að hefna fyrir dauða fjölskyldu sinnar. Í honum blundar sterk hefndarþrá sem hann ætlar sér að fá útrás fyrir þótt síðar verði. Dag einn hittir hann Beatrice, nágranna sinn, og í ljós kemur að hún hefur verið að fylgjast með honum og veit hvað hann gerir. Því til sönnunar sýnir hún honum upptöku af því þegar Victor myrðir eitt af fórnarlömbum sínum með köldu blóði. En Beatrice hefur ekki í hyggju að koma upp um Victor heldur þvinga hann til að hjálpa sér að hefna sinna eigin harma, en um þá ber hún skýr merki. Á sama tíma dragast þau hvort að öðru eins og segull að stáli og úr verður eldfim blanda ástar, haturs og hefnda sem getur ekki endað öðruvísi en með uppgjöri …
Í öðru sæti listans er toppmynd síðustu viku, Iron Man 3 og í því þriðja, spennutryllirinn Olympus has Fallen. Í fjórða sæti, niður um eitt sæti á milli vikna, er síðan Place Beyond the Pines, með Ryan Gosling í aðalhlutverki.
Í fimmta sæti er ný mynd, Star Trek Into Darkness.
Sjáðu hvaða myndir eru væntanlegar á DVD/Blu-ray hér.
Sjáðu DVD hluta Mynda mánaðarins hér.
Hér fyrir neðan er svo listi 20 vinsælustu vídeómynda á Íslandi í dag: