ShockTillYouDrop.com greinir frá því í morgun að enn ein framhaldsmyndin í tengslum við Aliens vs. Predator myndirnar sé í bígerð. 20th Century Fox mun hafa sagt við ótilgreinda aðila að framhaldsmynd númer 3 sé nánast staðfest.
Aðstandendur síðustu Aliens vs. Predator myndarinnar greindu frá því um jólin að ef önnur framhaldsmynd yrði gerð þá yrði hún að gerast í geimnum. Aliens vs. Predator 2 fékk nú ekkert rosalega góða dóma, en græddi þó 128,8 milljónir í bíósýningum um gjörvallan heiminn.
Orðrómurinn er sá að þessi frétt verði staðfest eða felld niður þegar Aliens vs. Predator 2 kemur út á DVD vestanhafs þann 15.apríl.

