Storkurinn heimsækir Matt Damon

Stórleikarinn Matt Damon (Shooter, Good Will Hunting), á von á barni með eiginkonu sinni til tveggja ára, Luciana. Þau eiga fyrir tvær dætur, 1 árs og 9 ára.

Luciana sagði fréttirnar á Empire Film Awards í London og sýndi þar flottan kringlóttan maga.

Matt ku vera í skýjunum, en hann er núna í miðjum töku á CIA mynd Paul Greengrass sem ber nafnið Green Zone. Tökur eiga sér stað í Marokkó.