Þar sem Ellen Page varð allt í einu fræg eftir sjálfstæðu myndina Juno þá er dagskráin hennar of uppfull fyrir hana til að leika í næstu mynd Sam Raimi sem ber nafnið Drag me to Hell. Raimi gerði síðast Spider-Man 3, og skrifaði handritið að þessari mynd með bróður sínum Ivan.
Ákveðið hefur að Alison Lohman taki við hennar hlutverki, en hún hefur sést í myndum eins og Matchstick Men, Big Fish og Bjólfskviðu.
Tökur hefjast 31.mars í Los Angeles og seinkar um 2 vikur vegna þessa.

