Jack Nicholson styður Clinton

Stórleikarinn Jack Nicholson hefur alltaf verið þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir í öllum málum og hann hættir því ekki þó svo að hann sé kominn á aldur! Hann hefur nú sett saman senur úr mörgum af sínum frægari myndum til að styðja forsetaframbjóðandann Hillary Clinton. Yfir 1,2 milljón manna hafa séð myndbandið!

Myndbandið sýnir m.a. senur úr Chinatown sem fékk 3 óskara á sínum tíma, og The Shining til að undirstrika heilbrigðisáætlun Clinton sem og að undirstrika hæfni hennar til að stjórna landi sem er í stríði.

Videoið má sjá hér – http://youtube.com/watch?v=U9NUPLaoUdo

Eða hér fyrir neðan: