Fox og 20th Century Fox eru nú að vinna í gerð þátta sem byggjast á persónunni Cleveland Brown úr Family Guy. Framleiðendurnir sjá um að halda utanum verkið en höfundur Family Guy, Seth McFarlane og Mike Henry sem talar fyrir Cleveland í þáttunum eru að vinna í handritinu og sjálfri gerð þáttanna. Einnig vinnur Rich Appel að þáttunum, en hann kom mikið að gerð þáttanna American Dad, sem eru einnig eftir Seth McFarlane.
Ásamt því að þessir þættir eru í undirbúningi þá er einnig annar þáttur í bígerð hjá FOX sem byggist á Prison Break en gerist í kvennafangelsi.

