Indy 4 frumsýnd á Cannes!

4.Indiana Jones myndin í röðinni, Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull sem hefur sýningar 22.maí 2008 um heim allan, verður frumsýnd á Cannes sunnudaginn 18.maí. Því fá Frakkarnir forsmekk af myndinni.

Harrison Ford, Shia LaBeouf og Cate Blanchett eru öll sögð ætla að mæta á sýninguna í Cannes, en það verður þó ekki staðfest fyrr en í lok Apríl. Leikstjóri myndarinnar, Steven Spielberg hefur enn ekki sýnt neinum myndina!