Menn eru farnir að gera varúðarráðstafanir ef illa gengur í
samningsviðræðum við SAG, þannig að við ákváðum að líta aðeins yfir
stöðu nokkurra af stærstu myndum ársins.
The Trial of the Chicago 7: Steven Spielberg hefur ákveðið að hefja vinnu á myndinni í apríl og vonandi hefjast tökur í sumar.
Transformers 2: Michael Bay hefur sagt að verkfall SAG geri ferlið mun
erfiðara, en hann mun þó miða á útgáfudagsetninguna 26.júní 2009.
Myndin er ennþá að reyna að ná dampi eftir verkfall handritshöfunda.
Justice League: Strax og verkfallinu var lokið þá var hafið að vinna að
því að bæta handritið. Vonast er eftir því að tökur hafist fljótlega og
myndin komi út um miðjan júlí 2009. George Miller leikstýrir.
Terminator Salvation: The Future Begins: Tökur hefjast 5.maí í
Albuquerque. Öll atriði verða tekin upp fyrir 30.júní þannig að myndin
lendir í engu veseni ef SAG verkfall verður.
Angels & Demons: Tökur hefjast í Róm 5.júní. Ron Howard leikstýrir,
en tökur eiga að eiga sér stað yfir 3 vikna tímabil. Ef það verður
verkfall mun aukatökum verða frestað og unnið að þeim tökum sem hafa
þegar átt sér stað.

