New Line Cinema sem framleiddu meðal annars Lord of the Rings þríleikinn, Blade myndirnar og Rush Hour er að gangast undir miklar breytingar þessa dagana. Fyrirtækið mun halda áfram en það mun minnka tiltörulega og það mun reiða sig á Warner Bros. fyrir alþjóðalegar dreifingar. Það virðist vera að gróðinn af Lord of the Rings myndunum hafi ekki gert nógu mikið til þess að halda New Line gangandi neitt lengur en þetta. Það vinna kringum 600 manns fyrir New Line í Bandaríkjunum en það er óljóst hvað mun gerast við öll þau störf, þessi neyðarminnkun mun þó án efa valda mörgum uppsögnum.

