Fjalakötturinn 2008

Við fjölluðum um Fjalaköttinn þegar honum var hleypt af stokkunum í ár og viljum minna á það aftur í dag, því hátíðin er í fullum gangi!

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík endurreisti á síðasta ári
kvikmyndaklúbbinn Fjalaköttinn ásamt fagfélögum kvikmyndagerðarmanna og
leikara. Fjalakötturinn ætlar að bjóða upp á vikulegar sýningar á
sunnudögum og mánudögum, í Tjarnabíói. Heimildamyndin Joy Division
verður fyrsta mynd kvikmyndaklúbbsins sem hefst þann 17 febrúar 2008 og lýkur þann 24. mars með sérstakri François Truffaut helgi, tileinkaðri franska leikstjóranum.

Með
sýningum á nýjum og spennandi myndum í bland vid eldri djásn verður
dagskráin eins fjölbreytt og ríkuleg og á síðasta ári. Allt í allt
verða yfir 15 kvikmyndir í fjórum meginflokkum sýndar á tímabilinu, auk
sératburða. Fjalakötturinn einsetur sér að kynna fyrsta flokks
kvikmyndir sem rata ekki endilega inn í hin hefðbundnu kvikmyndahús
höfuðborgarsvæðisins.

Dagskránni er skipt í fjóra meginflokka:

·      Erlend djásn (3 myndir)
·      Nýjar þýskar kvikmyndir (3 myndir)
·      Norðurlönd (6 myndir)
·      Truffaut-helgi (5 myndir)

Erlend djásn (3 myndir):

Joy Division (2007)
er sjálfstætt framhald myndarinnar Control sem sýnd var á  
Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í fyrra og fjallar um breska  
rokkbandið Joy Division. 28 árum eftir að Ian Curtis,  
aðalsöngvari sveitarinnar, svipti sig lífi, er Joy Division enn  
meðal þekktustu rokksveita heims. Í myndinni er saga sveitarinnar  
rakin með með viðtölum við eftirlifandi meðlimi og  
aðstandendur. Áhorfandinn er leiddur um úthverfi Manchesterborgar og
samtíma þessarar merku rokksveitar. Leikstjóri er Grant Gee sem  
einnig leikstýrði verðlaunamyndum um hljómsveitirnar Radiohead og  
Gorillaz.

Hrossaþjófarnir / Voleurs de Cheveaux / The Horse Thieves (2007)
eftir Micha Wald er stílhreinn og glæsilegur 19. aldar-‚austri‘  
þar sem sögusviðið er Austur-Evrópa á tímum kósakkahersins.  
Bræðurnir Jakub og Vladimir eru fátækir götustrákar sem skrá  
sig í her kósakkana og eiga þar ekki sjö dagana sæla. Bræðurnir  
Roman og Elias eru fátækir götustrákar sem lifa á því að ræna  
hrossum og húsdýrum. Þegar hinum síðarnefndu verður á að ræna  
hrossum hinna fyrrnefndu hefst atburðarrás hefndarskyldu og ofbeldis  
sem erfitt reynist að stöðva. Þetta harðneskjulega búningadrama  
er stórkostlega vel framreidd hugleiðing um bræðralag,  
fyrirgefningu, ást og hatur. Þess má geta að tónlist Jóhanns  
Jóhannssonar við leikritið Englabörn svífur yfir vötnum í  
myndinni.

Melónuleiðin / Put Lubenica / The Melon Route (2006)
eftir Branko Schmidt er raunsæ og óhugnanleg mynd frá Króatíu.  
Myndin byggist á raunverulegum atburðum þegar hópur innflytjenda  
drukknaði í leyndum flutningum yfir fljótið Sava á landamærum  
Bosníu og Króatíu. Leikstjórinn spinnur verkið út frá  
atburðinum og dregur söguna fram um augu ungrar kínverskrar stúlku  
sem lifir af. Mirko er uppgjafahermaður sem ferjar innflytjendurna  
yfir fljótið. Eftir slysið tekur hann stúlkuna undir verndarvæng  
sinn og leynir henni fyrir umheiminum. Með þeim hefst ástarsamband  
og það leiðir til óumflýjanlegs uppgjörs við glæpahyskið sem  
ræður ríkjum á svæðinu.

Nýjar þýskar kvikmyndir (3 myndir)

Sálumessa / Requiem (2006)
eftir Hans-Christian Schmid byggist á raunverulegum atburðum þegar 
ung katólsk kona lét lífið í Þýskalandi 1976 eftir að reynt 
var að særa úr henni illa anda. Hollywood hefur þegar sent frá 
sér útgáfu af þessum atburðum með hryllingsmyndinni The Exorcism 
of Emily Rose (2005) en hér er nálgunin af allt öðrum toga. 
Requiem hefur víða verið tilnefnd til verðlauna og hlaut meðal 
annars FIPRESCI verðlaunin í Berlín 2006.

Riddarar hvíta tjaldsins / Leinwandfieber / Comrades in Dreams (2006)
er heimildamynd um fjóra kvikmyndagerðarmenn sem hafa misjafnar 
skoðanir á pólitík og koma frá ólíkum menningarheimum. Öll 
eiga þau þó eitt sameiginlegt: Óstöðvandi ást á kvikmyndum. 
Þrátt fyrir ólíkan bakgrunn fást þau við sömu úrlausnarefni 
í kvikmyndagerðinni. Kvikmyndarformið lifir án landamæra og 
snertir fólk í öllum hornum heimsins. Leikstjóri er Uli Gaulke.

Yella (2007)
eftir Christian Petzold er viðskiptatryllir af bestu gerð og hefur 
hlotið mikið lof gagnrýnenda. Kvenhetjan Yella flýr óspennandi 
líf og brjálaðan eiginmann þegar hún flytur til Hannover og fær 
vinnu sem bókhaldari hjá vafasömu fyrirtæki. Hún dregst inn í 
svarthvítan og skuggalegan heim vel klæddra hákarla og áður en 
langt um líður knýr fortíðin dyra hjá Yellu. Aðalleikkonan Nina 
Hoss hlaut Silfurbjörninn í Berlín fyrir frammistöðu sína og 
Petzold þykir hafa tekist með eindæmum vel að skapa myrka en 
jafnframt kunnuglega veröld í mynd sem dansar á mörkum hryllings, 
drama og spennu.

Norðurlönd (6 myndir):

Sem á himni / Så som i himmelen / As it is in Heaven (2004)
Heimsfrægur hljómsveitarstjóri ákveður að hætta störfum og 
snúa aftur til bernskuheimilis síns, smáþorps í Norður-
Svíþjóð. Hann hefur ekki dvalist þar lengi þegar hann er beðinn 
að hlusta á þorpskórinn sem æfir á hverjum fimmtudegi. Hann á 
erfitt með að segja nei og ákveður að hlýða á kórinn, sem 
verður aldrei samur.

Mannaland – myndin mín um Grænland / Menneskenes Land – min film 
om Grønland / The Land of Human Beings – my Film about Greenland 
(2006)

er ljóðræn heimildamynd eftir Anne Regitze Wivel þar sem lýst er 
nútímasamfélagi Grænlendinga og skoðuð áhrifin sem 
nýlendustefnan hefur haft á land og þjóð. Með sjálfstæðum og 
áhrifamiklum sögum fær áhorfandinn innsýn í líf Grænlendinga, 
kynnist fortíð þeirra og vonum um framtíðina. Myndin hlaut The 
Danish Robert Award verðlaunin 2007 sem besta heimildamynd ársins.

Ár úlfsins / Suden vuosi / The Year of the Wolf (2007)
er mynd úr smiðju Ollis Sarelas, eins verðlaunaðasta 
samtímaleikstjóra Finna. Í myndinni segir frá sambandi Mikkos, 
miðaldra kennara, og Sariar, sem er gáfuð, bráðfalleg 
háskólastúlka en þjáist af svefnsýki. Sari berst við 
sjúkdóminn og einangrar sig frá umheiminum en Mikko á fullt í 
fangi að berjast við flóknar tilfinningar sínar. Bæði eiga þau 
erfitt með að njóta þess sem lífið hefur að bjóða en þrátt 
fyrir hlédrægni sína ná þau að kynnast og með þeim hefst 
dramatískt ástarsamband þar sem boð og bönn eru látin lönd og 
leið.

Ketill (2008)
eftir Joseph Marzolla og Tómas Lemarquis. Í þessari heimildamynd 
kynnumst við áhugaverðum heimi hins 71 árs Ketils Larsens. Ketill 
verður frumsýnd í Fjalakettinum 2008.

Snifffarinn / Sniffer (2006)
er norsk stuttmynd með heimspekilegu ívafi eftir Bobbie Peers. 
Myndin segir frá samfélagi þar sem allir geta flogið en enginn 
þorir að takast á loft. Sniffer vann Gullpálmann í Cannes 2006 
sem besta stuttmyndin.
Spandexmaðurinn / Spandexmann / Spandex Man (2007)
er norsk stuttmynd eftir Bobbie Peers. Myndin segir frá 35 ára 
blaðbera sem kafar í fortíð sína á vægast sagt óvenjulegri 
skólaskemmtun þar sem gamlir félagar hittast á ný.

Stutt kvikmynd án titils / Untitled Short Film (2006)
Ungur sjómaður ráfar um götur ótilgreindrar stórborgar í 
beljandi rigningu. Farsími hans hringir og hann ákveður að leita 
sér skjóls í nútímalistasafni. Ákvörðun hans verður jafnframt 
upphafið af stórum miskilningi.

Truffaut-helgi (5 myndir):

Húðmýkt / La peau douce / The Soft Skin (1964)Pierre Lachenay er 
giftur maður um fertugt. Hann býr í auðmannahverfi í París 
ásamt konu sinni og dóttur. Á ferðalagi hans til Lissabon, þar 
sem hann á að flytja fyrirlestur um rithöfundinn Balzac, hittir 
hann unga flugfreyju, Nicole. Með þeim hefst ástarsamband. Pierre 
skilur við konu sína, biður Nicole að giftast sér og líf hans í 
París gjörbreytist.

Ensku konurnar og meginlandið / Les deux anglaises et le continent / 
The two English Girls and the Continent (1971)París á fyrstu árum 
tuttugustu aldar. Claude Roc kynnist Önnu Brown, ungri enskri konu 
sem er í heimsókn í borginni. Hún býður honum yfir til Englands 
til að hitta systur sína, Muriel, og vill leiða þau saman. Claude 
biður Murielar, sem hafnar bónorðinu en skilur hann eftir í 
þeirri von að með þeim geti tekist ástir. Mæður þeirra Claude 
og Murielar ákveða að skilja þau að í eitt ár og Claude heldur 
aftur til borgar ástarinnar. Þar gerist hann listgagnrýnandi, 
kynnist öðrum konum og verður elskhugi Önnu.

Jules og Jim / Jules et Jim / Jules and Jim (1962)
Myndin gerist á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar og fjallar um 
ástarþríhyrning og vináttubönd. Jules, feiminn rithöfundur frá 
Austurríki, og Jim hinn frjálslegi og lífsglaði verða vinir. 
Þeir eiga lífsþorstann sameiginlegan og kunna báðir að meta 
lífsstíl bóhemlistamannsins. Þeir verða báðir ástfangnir af 
hinni glaðlyndu Catherine. Þótt ástin sé komin í spilið 
slettist ekki upp á langvarandi vináttu þeirra. Handrit myndarinnar 
er byggt á skáldsögu eftir Henri-Pierre Roché sem er lauslega 
byggð á ævi rithöfundarins. Truffaut lýsti bókinni sem „óði 
til ástarinnar og lífsins sjálfs“.

Konan í næsta húsi / La femme d’à côté / The Woman Next Door 
(1981)

Bernard er hamingjusamur heimilisfaðir sem býr með konu sinni 
Arlette og syninum Tómasi. Dag einn flytja Philippe og Mathilde 
Bauchard í næsta hús. Í óvæntri atburðarrás hittast þau 
Mathilde og Bernard á ný eftir leynilegt ástarsamband fyrir 
mörgum árum.

Síðasti metróinn / Le Dernier Metro / The Last Metro (1980)
París, september 1942. Lucas Steiner, leikhússtjóri Montmarte-
leikhússins, hefur þurft að flýja borgina vegna þess að hann er 
gyðingur. Í hans stað telur eiginkona hans, Marion, við stjórn 
leikhússins. Hún ræður til sín leikarann Bernard Granger úr 
öðrum leikhóp í borginni til að leika á móti sér 
aðalhlutverk í verki sem á að setja upp í Montmartre-
leikhúsinu. Þau þurfa að þola aðkast og hótanir frá stærri 
leikhúsum borgarinnar sem eru undir stjórn nasista. Óljóst er 
hvort þau ná að frumsýna verkið, sem Lucas leikstýrir í leynd.

Meiri upplýsingar má sjá á heimasíðu Fjalakattarins, www.filmfest.is

Fjalakötturinn 2008

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík endurreisti á síðasta ári kvikmyndaklúbbinn Fjalaköttinn ásamt fagfélögum kvikmyndagerðarmanna og leikara. Fjalakötturinn ætlar að bjóða upp á vikulegar sýningar á sunnudögum og mánudögum, í Tjarnabíói. Heimildamyndin Joy Division verður fyrsta mynd kvikmyndaklúbbsins sem hefst þann 17 febrúar 2008 og lýkur þann 24. mars með sérstakri François Truffaut helgi, tileinkaðri franska leikstjóranum.

Með sýningum á nýjum og spennandi myndum í bland vid eldri djásn verður dagskráin eins fjölbreytt og ríkuleg og á síðasta ári. Allt í allt verða yfir 15 kvikmyndir í fjórum meginflokkum sýndar á tímabilinu, auk sératburða. Fjalakötturinn einsetur sér að kynna fyrsta flokks kvikmyndir sem rata ekki endilega inn í hin hefðbundnu kvikmyndahús höfuðborgarsvæðisins.

Dagskránni er skipt í fjóra meginflokka:

·      Erlend djásn (3 myndir)
·      Nýjar þýskar kvikmyndir (3 myndir)
·      Norðurlönd (6 myndir)
·      Truffaut-helgi (5 myndir)

Erlend djásn (3 myndir):

Joy Division (2007)
er sjálfstætt framhald myndarinnar Control sem sýnd var á  
Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í fyrra og fjallar um breska  
rokkbandið Joy Division. 28 árum eftir að Ian Curtis,  
aðalsöngvari sveitarinnar, svipti sig lífi, er Joy Division enn  
meðal þekktustu rokksveita heims. Í myndinni er saga sveitarinnar  
rakin með með viðtölum við eftirlifandi meðlimi og  
aðstandendur. Áhorfandinn er leiddur um úthverfi Manchesterborgar og
samtíma þessarar merku rokksveitar. Leikstjóri er Grant Gee sem  
einnig leikstýrði verðlaunamyndum um hljómsveitirnar Radiohead og  
Gorillaz.

Hrossaþjófarnir / Voleurs de Cheveaux / The Horse Thieves (2007)
eftir Micha Wald er stílhreinn og glæsilegur 19. aldar-‚austri‘  
þar sem sögusviðið er Austur-Evrópa á tímum kósakkahersins.  
Bræðurnir Jakub og Vladimir eru fátækir götustrákar sem skrá  
sig í her kósakkana og eiga þar ekki sjö dagana sæla. Bræðurnir  
Roman og Elias eru fátækir götustrákar sem lifa á því að ræna  
hrossum og húsdýrum. Þegar hinum síðarnefndu verður á að ræna  
hrossum hinna fyrrnefndu hefst atburðarrás hefndarskyldu og ofbeldis  
sem erfitt reynist að stöðva. Þetta harðneskjulega búningadrama  
er stórkostlega vel framreidd hugleiðing um bræðralag,  
fyrirgefningu, ást og hatur. Þess má geta að tónlist Jóhanns  
Jóhannssonar við leikritið Englabörn svífur yfir vötnum í  
myndinni.

Melónuleiðin / Put Lubenica / The Melon Route (2006)
eftir Branko Schmidt er raunsæ og óhugnanleg mynd frá Króatíu.  
Myndin byggist á raunverulegum atburðum þegar hópur innflytjenda  
drukknaði í leyndum flutningum yfir fljótið Sava á landamærum  
Bosníu og Króatíu. Leikstjórinn spinnur verkið út frá  
atburðinum og dregur söguna fram um augu ungrar kínverskrar stúlku  
sem lifir af. Mirko er uppgjafahermaður sem ferjar innflytjendurna  
yfir fljótið. Eftir slysið tekur hann stúlkuna undir verndarvæng  
sinn og leynir henni fyrir umheiminum. Með þeim hefst ástarsamband  
og það leiðir til óumflýjanlegs uppgjörs við glæpahyskið sem  
ræður ríkjum á svæðinu.

Nýjar þýskar kvikmyndir (3 myndir)

Sálumessa / Requiem (2006)
eftir Hans-Christian Schmid byggist á raunverulegum atburðum þegar 
ung katólsk kona lét lífið í Þýskalandi 1976 eftir að reynt 
var að særa úr henni illa anda. Hollywood hefur þegar sent frá 
sér útgáfu af þessum atburðum með hryllingsmyndinni The Exorcism 
of Emily Rose (2005) en hér er nálgunin af allt öðrum toga. 
Requiem hefur víða verið tilnefnd til verðlauna og hlaut meðal 
annars FIPRESCI verðlaunin í Berlín 2006.

Riddarar hvíta tjaldsins / Leinwandfieber / Comrades in Dreams (2006)
er heimildamynd um fjóra kvikmyndagerðarmenn sem hafa misjafnar 
skoðanir á pólitík og koma frá ólíkum menningarheimum. Öll 
eiga þau þó eitt sameiginlegt: Óstöðvandi ást á kvikmyndum. 
Þrátt fyrir ólíkan bakgrunn fást þau við sömu úrlausnarefni 
í kvikmyndagerðinni. Kvikmyndarformið lifir án landamæra og 
snertir fólk í öllum hornum heimsins. Leikstjóri er Uli Gaulke.

Yella (2007)
eftir Christian Petzold er viðskiptatryllir af bestu gerð og hefur 
hlotið mikið lof gagnrýnenda. Kvenhetjan Yella flýr óspennandi 
líf og brjálaðan eiginmann þegar hún flytur til Hannover og fær 
vinnu sem bókhaldari hjá vafasömu fyrirtæki. Hún dregst inn í 
svarthvítan og skuggalegan heim vel klæddra hákarla og áður en 
langt um líður knýr fortíðin dyra hjá Yellu. Aðalleikkonan Nina 
Hoss hlaut Silfurbjörninn í Berlín fyrir frammistöðu sína og 
Petzold þykir hafa tekist með eindæmum vel að skapa myrka en 
jafnframt kunnuglega veröld í mynd sem dansar á mörkum hryllings, 
drama og spennu.

Norðurlönd (6 myndir):

Sem á himni / Så som i himmelen / As it is in Heaven (2004)
Heimsfrægur hljómsveitarstjóri ákveður að hætta störfum og 
snúa aftur til bernskuheimilis síns, smáþorps í Norður-
Svíþjóð. Hann hefur ekki dvalist þar lengi þegar hann er beðinn 
að hlusta á þorpskórinn sem æfir á hverjum fimmtudegi. Hann á 
erfitt með að segja nei og ákveður að hlýða á kórinn, sem 
verður aldrei samur.

Mannaland – myndin mín um Grænland / Menneskenes Land – min film 
om Grønland / The Land of Human Beings – my Film about Greenland 
(2006)

er ljóðræn heimildamynd eftir Anne Regitze Wivel þar sem lýst er 
nútímasamfélagi Grænlendinga og skoðuð áhrifin sem 
nýlendustefnan hefur haft á land og þjóð. Með sjálfstæðum og 
áhrifamiklum sögum fær áhorfandinn innsýn í líf Grænlendinga, 
kynnist fortíð þeirra og vonum um framtíðina. Myndin hlaut The 
Danish Robert Award verðlaunin 2007 sem besta heimildamynd ársins.

Ár úlfsins / Suden vuosi / The Year of the Wolf (2007)
er mynd úr smiðju Ollis Sarelas, eins verðlaunaðasta 
samtímaleikstjóra Finna. Í myndinni segir frá sambandi Mikkos, 
miðaldra kennara, og Sariar, sem er gáfuð, bráðfalleg 
háskólastúlka en þjáist af svefnsýki. Sari berst við 
sjúkdóminn og einangrar sig frá umheiminum en Mikko á fullt í 
fangi að berjast við flóknar tilfinningar sínar. Bæði eiga þau 
erfitt með að njóta þess sem lífið hefur að bjóða en þrátt 
fyrir hlédrægni sína ná þau að kynnast og með þeim hefst 
dramatískt ástarsamband þar sem boð og bönn eru látin lönd og 
leið.

Ketill (2008)
eftir Joseph Marzolla og Tómas Lemarquis. Í þessari heimildamynd 
kynnumst við áhugaverðum heimi hins 71 árs Ketils Larsens. Ketill 
verður frumsýnd í Fjalakettinum 2008.

Snifffarinn / Sniffer (2006)
er norsk stuttmynd með heimspekilegu ívafi eftir Bobbie Peers. 
Myndin segir frá samfélagi þar sem allir geta flogið en enginn 
þorir að takast á loft. Sniffer vann Gullpálmann í Cannes 2006 
sem besta stuttmyndin.
Spandexmaðurinn / Spandexmann / Spandex Man (2007)
er norsk stuttmynd eftir Bobbie Peers. Myndin segir frá 35 ára 
blaðbera sem kafar í fortíð sína á vægast sagt óvenjulegri 
skólaskemmtun þar sem gamlir félagar hittast á ný.

Stutt kvikmynd án titils / Untitled Short Film (2006)
Ungur sjómaður ráfar um götur ótilgreindrar stórborgar í 
beljandi rigningu. Farsími hans hringir og hann ákveður að leita 
sér skjóls í nútímalistasafni. Ákvörðun hans verður jafnframt 
upphafið af stórum miskilningi.

Truffaut-helgi (5 myndir):

Húðmýkt / La peau douce / The Soft Skin (1964)Pierre Lachenay er 
giftur maður um fertugt. Hann býr í auðmannahverfi í París 
ásamt konu sinni og dóttur. Á ferðalagi hans til Lissabon, þar 
sem hann á að flytja fyrirlestur um rithöfundinn Balzac, hittir 
hann unga flugfreyju, Nicole. Með þeim hefst ástarsamband. Pierre 
skilur við konu sína, biður Nicole að giftast sér og líf hans í 
París gjörbreytist.

Ensku konurnar og meginlandið / Les deux anglaises et le continent / 
The two English Girls and the Continent (1971)París á fyrstu árum 
tuttugustu aldar. Claude Roc kynnist Önnu Brown, ungri enskri konu 
sem er í heimsókn í borginni. Hún býður honum yfir til Englands 
til að hitta systur sína, Muriel, og vill leiða þau saman. Claude 
biður Murielar, sem hafnar bónorðinu en skilur hann eftir í 
þeirri von að með þeim geti tekist ástir. Mæður þeirra Claude 
og Murielar ákveða að skilja þau að í eitt ár og Claude heldur 
aftur til borgar ástarinnar. Þar gerist hann listgagnrýnandi, 
kynnist öðrum konum og verður elskhugi Önnu.

Jules og Jim / Jules et Jim / Jules and Jim (1962)
Myndin gerist á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar og fjallar um 
ástarþríhyrning og vináttubönd. Jules, feiminn rithöfundur frá 
Austurríki, og Jim hinn frjálslegi og lífsglaði verða vinir. 
Þeir eiga lífsþorstann sameiginlegan og kunna báðir að meta 
lífsstíl bóhemlistamannsins. Þeir verða báðir ástfangnir af 
hinni glaðlyndu Catherine. Þótt ástin sé komin í spilið 
slettist ekki upp á langvarandi vináttu þeirra. Handrit myndarinnar 
er byggt á skáldsögu eftir Henri-Pierre Roché sem er lauslega 
byggð á ævi rithöfundarins. Truffaut lýsti bókinni sem „óði 
til ástarinnar og lífsins sjálfs“.

Konan í næsta húsi / La femme d’à côté / The Woman Next Door 
(1981)

Bernard er hamingjusamur heimilisfaðir sem býr með konu sinni 
Arlette og syninum Tómasi. Dag einn flytja Philippe og Mathilde 
Bauchard í næsta hús. Í óvæntri atburðarrás hittast þau 
Mathilde og Bernard á ný eftir leynilegt ástarsamband fyrir 
mörgum árum.

Síðasti metróinn / Le Dernier Metro / The Last Metro (1980)
París, september 1942. Lucas Steiner, leikhússtjóri Montmarte-
leikhússins, hefur þurft að flýja borgina vegna þess að hann er 
gyðingur. Í hans stað telur eiginkona hans, Marion, við stjórn 
leikhússins. Hún ræður til sín leikarann Bernard Granger úr 
öðrum leikhóp í borginni til að leika á móti sér 
aðalhlutverk í verki sem á að setja upp í Montmartre-
leikhúsinu. Þau þurfa að þola aðkast og hótanir frá stærri 
leikhúsum borgarinnar sem eru undir stjórn nasista. Óljóst er 
hvort þau ná að frumsýna verkið, sem Lucas leikstýrir í leynd.

Meiri upplýsingar má sjá á heimasíðu Fjalakattarins, www.filmfest.is