BMW Films – The Hire

Ef þið fílið Clive Owen (og hver gerir það ekki??), þá ættuð þið endilega að tékka á BMW stuttmyndunum, sem heita einfaldlega The Hire.

Stuttmyndirnar eru 8 að talsins og samtals 64 mínútur. Clive Owen leikur nafnlausan ökumann (einfaldlega titlaður „The Driver“) sem lendir í alls kyns ævintýrum, kómískum sem og alvarlegum.

BMW styrkti myndirnar og sést það vel þar sem að stuttmyndirnar eru sömuleiðis hálfgerðar bifreiðaauglýsingar.

Það sem einkennir þættina að mínu mati er hversu fjölbreyttur stíllinn er á þáttunum, enda er aldrei sami leikstjórinn.
Margir þekktir menn finnast þarna í leikstjórastólnum og má telja upp nöfn eins og Ang Lee, Tony Scott, Alejandro Gonzáles-Injarritu (21 Grams, Babel), Joe Carnahan (Narc, Smokin’ Aces), John Woo og Guy Ritchie.

Einnig finnast fjölmargir þekktir leikarar í nokkrum bútunum. Persónulegt uppáhald mitt er Gary Oldman í Tony Scott-segmentinu, Beat the Devil, þar sem hann leikur sjálfan kölska.

Þið getið horft á þættina hér á forsíðunni. Annars finnast allir þættirnir á The Hire síðunni, hér á kvikmyndir.is.

Endilega tékkið á.