Ég rakst á mjög athyglisverða grein á heimasíðu Variety þar sem tekin voru viðtöl við þá sem voru svo heppnir að fá óskarsverðlaun í nótt og fannst ansi skemmtilegt að lesa yfir þetta. M.a. sagði Tilda Swinton að hún hefði verið dugleg að æfa Zoolander svipinn og Coen-bræðurnir voru tæpir á því að viðurkenna að sigurinn væri sameiginlegt átak!

