Í tilefni af því að Óskarsverðlaunin fyrir árið 2007 eru haldin í kvöld(nótt) þá finnst mér sniðugt að líta yfir nokkrar staðreyndir um Óskarsverðlaunahátíðina sem er nú haldin í 80.sinn! Kynnirinn í ár er Jon Stewart. Hátíðin verður í Kodak Theatre í Los Angeles og aldrei þessu vant er spáð rigningu.
– Þegar fyrstu Óskarsverðlaunin voru veitt 16.maí 1929 í fyrsta sinn var það stuttu eftir að hljóð byrjaði að heyrast í myndum. Fyrsta hátíðin var haldin í „Blossom Room“ í Hollywood Roosevelt Hotel.
– Besti aðalleikari var þá Emil Jannings fyrir myndina The Last Command og besta aðalleikkona var Janet Gaynor fyrir myndina Seventh Heaven.
– 1939 var eitt stærsta árið í Hollywood þegar kemur að klassískum kvikmyndum, en það ár komu út myndir eins og The Wizard of Oz, Mr. Smith goes to Washington, Wuthering Heights og Stagecoach
– Fyrsta myndin í lit til að fá Óskarsverðlaun sem besta mynd var Gone with the Wind, næstum því 4 klst. löng mynd leikstýrð af Victor Fleming. Þetta var einnig lengsta myndin sem hafði verið gerð upp að þessum tíma.
– Gone with the Wind fékk 13 tilnefningar og hlaut 8 verðlaun og hélt metinu fyrir flest Óskarsverðlaun allt þar til ársins 1957 þegar Gigi vann 9 óskara.
– Gigi hélt metinu þó ekki lengi, því Ben Hur sló það 2 árum síðar, árið 1959 þegar myndin fékk hvorki meira né minna en 11 óskarsverðlaun. Myndin hélt metinu í næstum því 4 áratugi, en árið 1997 fékk stórmyndin Titanic 11 Óskarsverðlaun, en Kate Winslet fékk ekki verðlaun fyrir sitt hlutverk í myndinni og varð því myndin stutt frá því að slá metið, en jafnaði það aðeins.
– Meryl Streep hefur hlotið flestar tilnefningar leikara, en þær eru 14 talsins. Hún hefur unnið tvisvar. Katharine Hepburn fékk 12 tilnefningar og vann 4 sinnum. Ingrid Bergman kemur þar næstur með 3 óskara.
– Jack Nicholson hefur hlotið flestar tilnefningar karlleikara með 12 tilnefningar og 3 sigra. Walter Brennan hlaut einnig 3 óskara í vasann en aðeins úr 4 tilnefningum!
Ég er sestur uppí rúm með ylvolgt popp og ískalt kók og er farinn að gera mig tilbúinn fyrir stórveislu í nótt! Ég ráðlegg ykkur að gera það sama!

